Pei Shopify app

Pei býður seljendum sem nota Shopify upp á að setja upp greiðsluapp í vefversluninni sinni. Ef þú ert ekki þegar búin að fá aðgang að Pei greiðslulausninni sendu endilega tölvupóst á pei@pei.is með kennitölu fyrirtækisins og viðskiptastjóri mun hafa samband.

Ný uppsetning á Pei Shopify appinu

 

  • Þetta opnar þig inn á Shopify Admin síðuna þína (þú gætir þurft að logga þig inn). Smelltu á Install app hnappinn.

  • Hér opanst síða til að setja inn API tengiupplýsingar verslunarinnar þinnar (Client ID, Client Secret og Merchant ID) fyrir Pei og smella loks á Connect

 

 

  • Pei API tengiupplýsingar eru að finna í Sölugátt Pei undir API AÐGANGUR í hægra efri valstiku

    1. Skráðu þig inn á sölugáttina

    2. Smelltu á notendanafnið þitt í efra hægra horni síðunnar.

    3. Valstika opnast og þar velur þú “API AÐGANGUR”.

 

Ef API AÐGANGUR möguleikinn birtist ekki skal senda erindi með fyrirsögninni Shopify aðgangur á pei@pei.is með upplýsingum um notandann þinn og réttindum verður bætt við sölugáttaraðganginn.

  • Velja skal réttan seljanda til að stofna nýjan API aðgang og smella loks á Greiðslugátt takkann til að stofna API aðgang fyrir Shopify.

  • Ef aðeins einn seljandi er virkur á söluaðila birtist ekki valstika til að velja á milli. Í þeim tilfellum nægir að ýta beint á Greiðslugátt takkann til að stofna API aðgang.

 

Hafa ber í huga að þegar nýr API aðgangur er stofnaður þá er fyrri aðgangur óvirkjaður. Það þýðir að ef aðrar Pei viðbætur (eins og t.d. kassakerfi eða bókhaldskerfi) eru að nota API aðganginn munu þær hætta að virka.

  • Notanda er birt viðvörun um að eldri API aðgangur óvirkjast og smella skal á Halda áfram

    • Ef þú ert ekki viss um hvort þú sért að yfirskrifa eitthvað þá skaltu hafa samband við okkur á pei@pei.is og við leiðbeinum þér.

  • Til hamingju þú hefur stofnað nýjan API aðgang fyrir Pei.

  • Notanda er birt ClientId, Secret og MerchantId sem eru API tengiupplýsingarnar sem skal setja inn í Pei Shopify appið.

Pei API

Pei Shopify app

Pei API

Pei Shopify app

ClientId

Client ID

Secret

Client Secret

MerchantId

Merchant ID

  • Farðu aftur á Shopify Admin síðuna þína og fylltu reitina út.

  • Smelltu á Connect takkann.

 

  • Þú flyst yfir á aðra síðu í Shopify Admin þar sem þér býðst að kveikja á appinu.

Hægt er að velja þrjú merki til að birta með greiðslumátanum. Ef þú ert eingöngu með Pei greiðsluleiðina skaltu bara velja Pei. Ef þú ert einnig að taka á móti greiðslukortagreiðslum í gegnum Pei greiðslusíðuna þá skaltu einnig velja Visa og Mastercard merkið.

  • Til að virkja appið smelltu á Activate Pei takkann í neðra hægra horninu.

 

  • Verslunin þín er nú tengd við Pei og viðskiptavinir þínir geta greitt með Pei í checkout ferlinu í versluninni þinni.