Pei Shopify app

Pei býður seljendum sem nota Shopify upp á að setja upp greiðsluapp í vefversluninni sinni.

Seljendur sem eru að setja upp Pei Shopify appið í fyrsta skipti skulu fylgja leiðbeiningum → Ný uppsetning á Pei Shopify appinu

Seljendur sem hafa verið að nota eldri Pei Shopify payment gateway (HPSDK) skulu fylgja leiðbeiningum → Tilfærsla yfir í nýja Pei Shopify appið

Tilfærsla yfir í nýja Pei Shopify appið

Núverandi seljendur sem nota Pei payment gateway í Shopify þurfa, skv. Shopify, að færa sig yfir í nýja Pei Shopify appið fyrir 15. ágúst 2022 þar sem eldri Pei gateway verður úreldað af Shopify og seljendur munu ekki getað tekið á móti greiðslum í með þeirri leið.

Ný uppsetning á Pei Shopify appinu

 

 • Þetta opnar þig inn á Shopify Admin síðuna þína (þú gætir þurft að logga þig inn). Smelltu á Install app hnappinn.

 • Hér opanst síða til að setja inn API tengiupplýsingar verslunarinnar þinnar (Client ID, Client Secret og Merchant ID) fyrir Pei og smella loks á Connect

 

 

 • Pei API tengiupplýsingar eru að finna í Sölugátt Pei undir API AÐGANGUR í hægra efri valstiku

  1. Skráðu þig inn á sölugáttina

  2. Smelltu á notendanafnið þitt í efra hægra horni síðunnar.

  3. Valstika opnast og þar velur þú “API AÐGANGUR”.

 

Ef API AÐGANGUR möguleikinn birtist ekki skal senda erindi með fyrirsögninni Shopify aðgangur á pei@pei.is með upplýsingum um notandann þinn og réttindum verður bætt við sölugáttaraðganginn.

 • Velja skal réttan seljanda til að stofna nýjan API aðgang og smella loks á Greiðslugátt takkann til að stofna API aðgang fyrir Shopify.

 • Ef aðeins einn seljandi er virkur á söluaðila birtist ekki valstika til að velja á milli. Í þeim tilfellum nægir að ýta beint á Greiðslugátt takkann til að stofna API aðgang.

 

Hafa ber í huga að þegar nýr API aðgangur er stofnaður þá eru fyrri aðgangur óvirkjaður. Það þýðir að ef eldra Pei Shopify payment gateway er í notkun þá mun það hætta að virka eftir þetta skref.

 • Notanda er birt viðvörun um að eldri API aðgangur óvirkjast og smella skal á Halda áfram

  • Ef þú ert ekki viss um hvort þú sért að yfirskrifa eitthvað þá skaltu hafa samband við okkur á pei@pei.is og við leiðbeinum þér.

 • Til hamingju þú hefur stofnað nýjan API aðgang fyrir Pei.

 • Notanda er birt ClientId, Secret og MerchantId sem eru API tengiupplýsingarnar sem skal setja inn í Pei Shopify appið

Pei API

Pei Shopify app

Pei API

Pei Shopify app

ClientId

Client ID

Secret

Client Secret

MerchantId

Merchant ID

 • Farðu aftur á Shopify Admin síðuna þína og fylltu reitina út.

 • Smelltu á Connect takkann.

 

 • Þú flyst yfir á aðra síðu í Shopify Admin þar sem þér býðst að kveikja á appinu.

Þessa stundina er nauðsynlegt að velja einn af fjórum mögulegum greiðslukorta myndunum svo hægt sé að virkja appið. Við erum að vinna í að láta fjarlægja þennan óvænta fídus. Þessar myndir hafa engin áhrif nema útlitsleg.

 • Til að virkja appið smelltu á Activate Pei takkann í neðra hægra horninu.

 • Verslunin þín er nú tengd við Pei og viðskiptavinir þínir geta greitt með Pei í checkout ferlinu í versluninni þinni.